Átján ára var hann að flokka skrúfur en er nú orðinn dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2019 09:30 Wesley Moraes hefur gengið í gegnum ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur vísir/getty Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira