Átján ára var hann að flokka skrúfur en er nú orðinn dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2019 09:30 Wesley Moraes hefur gengið í gegnum ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur vísir/getty Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira