Átján ára var hann að flokka skrúfur en er nú orðinn dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2019 09:30 Wesley Moraes hefur gengið í gegnum ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur vísir/getty Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira
Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira