Enski boltinn

United á eftir nítján ára varnarmanni Norwich

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Norwich vann Championship í vor og er á leið upp í ensku úrvalsdeildina á ný
Norwich vann Championship í vor og er á leið upp í ensku úrvalsdeildina á ný vísir/getty
Áhugi Manchester United á varnarmanni Norwich, Max Aarons, fer vaxandi í ljósi þess hve illa hefur gengið að komast að samkomulagi við Crystal Palace um Aaron Wan-Bissaka.

Sky Sports greinir frá þessu í dag en United vantar að fá inn hægri bakvörð til þess að fylla skarð Antonio Valencia sem leitar á önnur mið í sumar.

Fyrsti valkostur var Wan-Bissaka hjá Crystal Palace en 50 milljón punda tilboði United í varnarmanninn unga var hafnað í vikunni.

Í ljósi þess hefur United sett meira púður í að kanna hvernig landið liggur hjá Norwich. Aarons er aðeins 19 ára en heillaði marga með frammistöðu sinni í Championshipdeildinni síðasta vetur þar sem hann var valinn ungi leikmaður ársins. 

Ítalíu er United einnig búið að hafa samband við Napólí og spyrjast fyrir um Elseid Hysaj, sem er 25 ára albanskur landsliðsmaður. Hysaj hefur nú þegar sagst vilja fara frá Napólí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.