Enski boltinn

Walker framlengdi við Englandsmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Walker lék 52 leiki í öllum keppnum með Manchester City á síðasta tímabili.
Walker lék 52 leiki í öllum keppnum með Manchester City á síðasta tímabili. vísir/getty
Kyle Walker hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2024.Walker dýrasti varnarmaður heims þegar City keypti hann frá Tottenham fyrir 53 milljónir punda fyrir tveimur árum.Á tveimur tímabilum hjá City hefur Walker tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari, tvisvar sinnum deildabikarmeistari og einu sinni bikarmeistari.Hinn 29 ára Walker hefur leikið 100 leiki fyrir City og skorað tvö mörk.Walker, sem hóf ferilinn hjá Sheffield United, hefur leikið 48 landsleiki fyrir England.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.