Enski boltinn

Mata fékk tveggja ára samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mata lék 32 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Mata lék 32 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili. vísir/getty

Juan Mata hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á árs framlengingu.


Mata, sem er 31 árs, kom til United frá Chelsea í janúar 2014.

Með United hefur Mata unnið ensku bikarkeppnina, deildabikarinn og Evrópudeildina. Spánverjinn skoraði jöfnunarmark United gegn Crystal Palace í bikarúrslitaleiknum fyrir þremur árum.

Mata hefur leikið 218 leiki fyrir United og skorað 45 mörk. Á síðasta tímabili lék hann 32 leiki og skoraði sex mörk.

United endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.