Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 22:07 Hannes í marki Vals fyrr í sumar. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00
Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18
Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45
Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34