Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 22:07 Hannes í marki Vals fyrr í sumar. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00
Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18
Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45
Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34