Íslenski boltinn

Ágúst og Blikarnir hans með hreðjatak á FH: Unnið síðustu þrjár viðureignir með átta mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks. vísir/bára
Ágúst Gylfason og lærisveinar hans í Breiðablik hafa verið með góð tök á FH í úrvalsdeild karla síðustu tvö tímabil en Breiðablik hefur unnið allar þrjár viðureignir liðanna.

Breiðablik rúllaði yfir FH á gervigrasinu í Kópavogi í gær en lokatölur urðu 4-1 eftir að Blikarnir komust í 4-0. Staðan var markalaus en eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Þegar rýnt er í síðustu þrjár viðureignir liðanna má sjá að þær grænu úr Kópavoginum hafa ekki verið í miklum vandræðum með Fimleikafélagið.

Breiðablik vann báða leiki liðanna á síðustu leiktíð og skoraði í leikjunum tveimur sjö mörk. Þeir bættu við fjórum mörkum í gær og hafa því skorað ellefu mörk á FH-liðið í síðustu þremur deildarleikjum liðanna.

Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist í síðari leik liðanna en liðin mætast í Kaplakrika þann 25. ágúst. Það er spurning hvort Ólafur Kristjánsson verði þá búinn að finna sigurformúluna gegn Ágústi og hans mönnum.

Síðustu þrjár viðureignir Breiðabliks og FH:

7. maí 2018 FH - Breiðablik 1-3

22. júlí 2018 Breiðablik - FH 4-1

2. júní 2019 Breiðablik - FH 4-1

3 sigrar Breiðablik

Markatala 11-3


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×