Íslenski boltinn

Kári stefnir á að spila með Víkingi í júlí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. vísir/getty
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason segir að öllu óbreyttu verði hann byrjaður að spila í Pepsi Max-deildinni með Víkingi í júlí.

„Það er planið. Við ákváðum að hvíla þá umræðu aðeins þar til landsleikirnir væru búnir svo ég geti einbeitt mér að þeim,“ segir Kári en miðað við orð hans er ekki allt alveg klappað og klárt þó svo stefnt sé að því að hann spili með sínu uppeldisfélagi.

Hann ætlaði reyndar að gera það fyrir ári síðan en þá kom freistandi tilboð frá Tyrklandi sem hann stökk á.

„Þá var ég opinn fyrir því að taka eitt tímabil í viðbót erlendis. Því tók ég tilboðinu þá.“

Kári verður í eldlínunni með landsliðinu gegn Albaníu á laugardag og hann segist mæta til Íslands í fínu formi og meira en tilbúinn að taka á því með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×