Macron reyndi að höfða til Donalds Trump við minningarathöfn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Trump og Macron hittust í Frakklandi. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira