Enski boltinn

Hazard orðinn leikmaður Real Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard kvaddi Chelsea með titli í vor
Eden Hazard kvaddi Chelsea með titli í vor vísir/getty
Eden Hazard er orðinn leikmaður Real Madrid, spænska stórveldið tilkynnti um komu belgíska landsliðsmannsins í kvöld.

Hazard skrifaði undir fimm ára samning við Real sem bindur hann hjá félaginu þar til 2024. Hann verður formlega kynntur á Santiago Bernabeu 13. júní næst komandi, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.

Belginn kemur frá Chelsea þar sem hann skoraði 110 mörk í 352 leikjum á sjö árum. Hann kvaddi Chelsea með titli en Hazard skoraði tvö marka Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á dögunum.





Miðað við fréttir síðustu daga mun kaupverðið á Hazard vera 100 milljónir evra, eða um 88 milljónir punda. 

Hazard kom til Chelsea árið 2012 frá franska félaginu Lille. Á þeim sjö árum sem hann var í Lundúnum vann hann Englandsmeistaratitilinn tvisvar, Evrópudeildina tvisvar, enska bikarmeistaratitilinn og enska deildarbikarmeistaratitilinn einu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×