Hart sótt að Gove vegna kókaínneyslu: Telur sig heppinn að hafa ekki endað í fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 13:56 Michael Gove á leið í hlaupatúr frá heimili sínu skömmu eftir að hann tilkynnt að hann vildi verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út. Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út.
Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira