Hart sótt að Gove vegna kókaínneyslu: Telur sig heppinn að hafa ekki endað í fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 13:56 Michael Gove á leið í hlaupatúr frá heimili sínu skömmu eftir að hann tilkynnt að hann vildi verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út. Bretland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út.
Bretland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira