Erlent

Yfirvöld í París vilja endurnefna torg til heiðurs Díönu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá torginu sem er í næsta nágrenni við dánarstað prinsessunnar vinsælu.
Frá torginu sem er í næsta nágrenni við dánarstað prinsessunnar vinsælu. Getty/Pierre Suu
Borgaryfirvöld í París hafa tilkynnt áform sín um að nefna torg í borginni, við hlið ganganna hvar Díana prinsessa lést árið 1997, eftir Díönu. Sky greinir frá.

Á torginu stendur nú skúlptúruinn Frelsisloginn sem er eftir mynd kyndilsins sem Frelsisstyttan í New York ber. Skúlptúrinn hefur, frá dauða Díönu, verið notaður sem óformlegur minnisvarði um prinsessuna látnu. 

Torgið er nú nefnt eftir frönsku óperusöngkonunni Mariu Callas en nærliggjandi gata, Rue Maria Callas, er einnig nefnd eftir henni. Borgarstjórn frönsku höfuðborgarinnar mun greiða atkvæði um áformin í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×