Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 13:56 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira