Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Af hverju fá stelpurnar ekki bestu dómarana?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr þætti gærdagsins.
Úr þætti gærdagsins.
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, sagði eftir stórtap sinna stúlkna gegn Blikum að Bríet Bragadóttir dómari hefði verið ömurleg í leiknum.„Klárlega eigum við að fá bestu dómarana á stærstu leikina í kvennadeildinni. Hún er klárlega ekki einn af þeim fyrst hún fær ekki leiki í karladeildinni,“ sagði Halldór Jón, eða Donni, eftir leikinn.Þetta mál var tekið fyrir í Pepsi Max-mörkum kvenna.„KSÍ hefur gert átak til að fá konur í dómgæslu en þær eru of fáar. Samt er það rétt hjá Donna að bestu dómararnir eru ekki settir á bestu leikina. Þegar ég var að spila fyrir 15 árum þá voru bestu dómararnir eins og Kristinn Jakobsson og Gylfi Orrason settir á stóru leikina í kvennaboltanum,“ segir Ásthildur Helgadóttir.Donni fékk samt sneið frá sérfræðingunum fyrir að senda sitt lið pirrað til leiks af því Bríet væri að dæma. Sjá má umræðuna og pirringinn í norðanstúlkum hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um dómgæsluFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.