Innlent

Bjarni Ár­manns­son áttundi Ís­lendingurinn sem kemst á topp E­verest

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maímánuður er besti tími ársins til þess að klífa Everest.
Maímánuður er besti tími ársins til þess að klífa Everest. vísir/getty

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims.

Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný.

Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.

Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest. fréttablaðið/vilhelm

Fyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997.

Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn.

Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. 

Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.

Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.