Innlent

Bakka­varar­bróðir á topp E­verest með fyrsta Ís­lendingnum sem toppar tvisvar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lýður Guðmundsson er hér til hægri á myndinni ásamt bróður sínum Ágústi en þeir eru jafnan kenndir við fyrirtæki sitt Bakkavör.
Lýður Guðmundsson er hér til hægri á myndinni ásamt bróður sínum Ágústi en þeir eru jafnan kenndir við fyrirtæki sitt Bakkavör. fréttablaðið/gva
Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn.

Leifur fór fyrst á Everest árið 2013 og varð í dag fyrsti Íslendingurinn sem toppar tindinn tvisvar.

Everest er hæsti tindur heims og nú hafa níu Íslendingar komist á toppinn.vísir/getty
Fyrr í morgun var greint frá því að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, hefði verið áttundi Íslendingurinn til að ná hæsta tindi heims.

Lýður telst þá vera sá níundi í röðinni þótt Vísir viti ekki nákvæmlega hvor þeir var á undan á tindinn, Bjarni eða Lýður.

Allir þeir Íslendingar sem klifið hafa Everest hafa komist á tindinn seinni hlutann í maí en það er sá tími sem best er að leggja á fjallið.

Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

Metfjöldi reynir nú að sigra Everest

Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×