Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark Óskars og mörkin tvö á Greifavellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar

Þrjú mörk voru skoruð í leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla en sjötta umferðin hófst í dag.

Fyrsti leikur dagsins endaði með markalausu jafntefli er HK og Grindavík skildu jöfn í tíðindalitlum leik í Kórnum. Nýliðarnir með fimm stig en Grindavík níu.

KA vann annan leikinn í röð er liðið vann 2-0 sigur á botnliði ÍBV fyrir norðan. Daníel Hafsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson skoruðu mörkin.

Síðasti leikur dagsins fór svo fram í Laugardalnum þar sem Víkingar leika heimaleiki sína en þeir töpuðu í kvöld 1-0 gegn KR. Óskar Örn Hauksson skoraði eina markið á fimmtu mínútu.

Öll þrjú mörk dagsins má sjá í upphafi myndbandsins hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.