Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 15:56 Kollhúfa, eða kippa, sem karlkyns gyðingar bera. getty/Vyacheslav Madiyevskyy Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar. Þýskaland Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar.
Þýskaland Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira