Pepsi Max mörkin: Gary Martin fer hlæjandi í bankann en hvað er í gangi hjá Val? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 09:30 Kristinn Freyr Sigurðsson fær hér rauða spjaldið í gær fyrir glórulaust brot sitt. Vísir/Vilhelm Pepsi Max mörkin gerðu upp Gary Martin málið og slæma stöðu Valsmanna í Pepsi Max deildinni í þættinum í gær en Valur og enski framherjinn sömdu um starfslok í síðustu viku. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, hóf umfjöllunina um Val og velti fyrir sér stöðu mála hjá Íslandsmeisturum Vals. „Gary Martin fer hlæjandi í bankann og getur spilað með nýju liði 1. júlí. Það er rétt að staldra við. Hvað er í gangi á Hlíðarenda? Þetta er félag sem keypti átta leikmenn fyrir tímabilið, það eru menn þarna hoknir af reynslu og þetta eru Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára. Þeir eru með fjögur stig og ekki búnir að vinna leik á Hlíðarenda. Hvað er í gangi?,“ spurði Hörður Magnússon. „Eins og aðstoðarþjálfarinn þeirra sagði þá eru þeir í annarri baráttu en þeir bjuggust við eftir að hafa fengið alla þessa leikmenn. Eftir leikinn við FH, sem mér fannst mjög góður leikur hjá þeim, þá taldi ég að Valsliðið væri að koma sér aftur á strik og ætti alveg möguleika á að berjast á toppnum og vinna titilinn aftur. Eftir þennan leik í dag bendir aðstoðarþjálfarinn þeirra réttilega á það að það er fallbarátta fram undan. Þeir þurfa að sætta sig við það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. „Það er mikið bras og þeir hafa greinilega ekki styrkt sig með nógu góðum leikmönnum. Þetta sýnir okkur kannski mest að knattspyrnan er ekki svona einföld. Það er alveg sama hvernig liðið lítur út á blaði eða hvernig leikmaður lítur vel út á blaði. Þegar þú reynir að smala saman liði og ná í úrslit þá er það ekki eins auðvelt og menn halda,“ sagði Þorvaldur. „Valur hefur reynt að fara aðra leið í þessu núna og þetta hefur ekki gengið upp. Þeir gera starfslokasamning við Gary Martin. Það er ekki oft sem við sjáum menn gera starfslokasamninga hér heima á Íslandi eftir að hafa gert þriggja ára samning. Þetta er ákvörðun sem þeir taka en það eru ekki mörg félög sem geta það. Ég veit ekki hvort að þetta sé jákvætt eða neikvætt en þeir voru ekki sáttir við manninn,“ sagði Þorvaldur. Hér fyrir neðan má finna alla umfjöllunina og svarið spurningu Harðar Magnússonar um hvort að þetta sé ekki mesta þrot í langan tíma.Klippa: Pepsi Max mörkin: Hvað er í gangi á Hlíðarenda? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Pepsi Max mörkin gerðu upp Gary Martin málið og slæma stöðu Valsmanna í Pepsi Max deildinni í þættinum í gær en Valur og enski framherjinn sömdu um starfslok í síðustu viku. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, hóf umfjöllunina um Val og velti fyrir sér stöðu mála hjá Íslandsmeisturum Vals. „Gary Martin fer hlæjandi í bankann og getur spilað með nýju liði 1. júlí. Það er rétt að staldra við. Hvað er í gangi á Hlíðarenda? Þetta er félag sem keypti átta leikmenn fyrir tímabilið, það eru menn þarna hoknir af reynslu og þetta eru Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára. Þeir eru með fjögur stig og ekki búnir að vinna leik á Hlíðarenda. Hvað er í gangi?,“ spurði Hörður Magnússon. „Eins og aðstoðarþjálfarinn þeirra sagði þá eru þeir í annarri baráttu en þeir bjuggust við eftir að hafa fengið alla þessa leikmenn. Eftir leikinn við FH, sem mér fannst mjög góður leikur hjá þeim, þá taldi ég að Valsliðið væri að koma sér aftur á strik og ætti alveg möguleika á að berjast á toppnum og vinna titilinn aftur. Eftir þennan leik í dag bendir aðstoðarþjálfarinn þeirra réttilega á það að það er fallbarátta fram undan. Þeir þurfa að sætta sig við það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. „Það er mikið bras og þeir hafa greinilega ekki styrkt sig með nógu góðum leikmönnum. Þetta sýnir okkur kannski mest að knattspyrnan er ekki svona einföld. Það er alveg sama hvernig liðið lítur út á blaði eða hvernig leikmaður lítur vel út á blaði. Þegar þú reynir að smala saman liði og ná í úrslit þá er það ekki eins auðvelt og menn halda,“ sagði Þorvaldur. „Valur hefur reynt að fara aðra leið í þessu núna og þetta hefur ekki gengið upp. Þeir gera starfslokasamning við Gary Martin. Það er ekki oft sem við sjáum menn gera starfslokasamninga hér heima á Íslandi eftir að hafa gert þriggja ára samning. Þetta er ákvörðun sem þeir taka en það eru ekki mörg félög sem geta það. Ég veit ekki hvort að þetta sé jákvætt eða neikvætt en þeir voru ekki sáttir við manninn,“ sagði Þorvaldur. Hér fyrir neðan má finna alla umfjöllunina og svarið spurningu Harðar Magnússonar um hvort að þetta sé ekki mesta þrot í langan tíma.Klippa: Pepsi Max mörkin: Hvað er í gangi á Hlíðarenda?
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira