Íslenski boltinn

Snjór á Húsavíkurvelli rúmum sólarhring fyrir leikinn gegn KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Húsavíkurvöllur er þakinn snjó í dag.
Húsavíkurvöllur er þakinn snjó í dag. mynd/friðgeir bergsteinsson
Á meðan sólin leikur við höfuðborgarbúa mega íbúar Norðurlands sætta sig við kulda og jafnvel snjó í lok maí-mánaðar.

Klukkan 14.00 á morgun mun Völsungur taka á móti KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Húsavík. Er Húsvíkingar vöknuðu í morgun var snjór í bænum og skítakuldi. Ekki beint það sem heimamenn voru að óska sér.

Húsavíkurvöllur er alhvítur rúmum sólarhring fyrir leikinn stóra. Þó svo völlurinn verði ekki leikhæfur þá mun gervigrasið koma til bjargar, einu sinni sem oftar.

Það er upphitað og tilbúið fyrir leikinn. Það verða því engin vandræði þó svo veðurguðinn vilji ekki spila með þessa dagana.

Það bítur ekkert á gervigrasvöllinn sem er auður.mynd/friðgeir bergsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×