Sextán ákærðir fyrir að brenna stúlku lifandi sem hafði kært skólastjóra fyrir kynferðisofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 18:42 Frá mótmælum sem efnt var til eftir að stúlkan hafði verið myrt. Vísir/Getty Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu. Bangladess Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu.
Bangladess Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira