Sextán ákærðir fyrir að brenna stúlku lifandi sem hafði kært skólastjóra fyrir kynferðisofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 18:42 Frá mótmælum sem efnt var til eftir að stúlkan hafði verið myrt. Vísir/Getty Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu. Bangladess Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu.
Bangladess Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira