Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 22:59 Ivey ríkisstjóri skrifar undir lögin. Þungunarrof verður nú með nær öllu bannað í Alabama. Vísir/AP Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019 Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00