Guardiola sagði leikmönnum sínum ekki að gleyma heldur lifa með sársaukanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Pep Guardiola eftir að mark Raheem Sterling var dæmt af í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira