Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 16:11 Magnús Geir segist ekki telja að Íslandi verði refsað vegna fánamálsins. Samsett/RÚV Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir uppákomuna sem varð þegar Íslandi voru veitt stig í Eurovision í gær, þar sem liðsmenn Hatara héldu uppi klútum með palestínska fánanum, ekki hafa komið sér mikið á óvart. Hann hafi þó ekki vitað að slíkt stæði til. Hann segist ekki telja líklegt að Eurovision refsi Íslandi vegna málsins. Uppákoman olli nokkru fjaðrafoki og hefur BBC eftir skipuleggjendum keppninnar að farið verði yfir atvikið á fundu framkvæmdastjórnar og Íslandi kunni að vera refsað sökum þess. Þá hafa netverjar farið mikinn vegna athæfis Hatara, þar sem sumir lýsa hrifningu sinni á meðan öðrum þykir vægast sagt lítið til uppátækisins koma. „Ég vissi ekki af því að þetta stæði til, frekar en aðrir. Ég get hins vega ekki sagt að þetta komi mér algjörlega á óvart. Hatari hefur auðvitað ekki legið á sínum skoðunum og við vitum að þau hafa verið undir mikilli pressu að lýsa því á einhvern hátt,“ segir Magnús. Hann bætir því við að þó að athæfi Hatara hafi ekki verið í takt við reglur Eurovision breyti það engu um þá staðreynd að hann sé gríðarlega stoltur af öllum sem að atriðinu komu, og framgöngu þeirra á sviðinu, sem og utan þess. „Þau settu mikilvæg mál á dagskrá og voru sjálfum sér samkvæm.“Hefur ekki heyrt frá Eurovision og telur litlar líkur á refsingu Magnús Geir segir að ekki hafi verið haft samband við hann af hálfu Eurovision eða skipuleggjenda hennar vegna málsins. Hann sé rólegur vegna málsins og búist ekki við því að Íslandi verði refsað vegna atviksins, eins og sumir hafa velt upp. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði gerð athugasemd við þetta, en ég er bara pollrólegur yfir þessu.“ Hann segir Íslendinga hafa valið sér afgerandi framlag til keppninnar í ár og segist afar ánægður með valið. „Þetta er listrænn gjörningur og það er eðli listarinnar að hreyfa við og spyrja áleitinna spurninga og það gerðu Hatarar þetta árið með fullum stuðningi okkar allra sem völdum lagið. Síðan höfum við á RÚV kappkostað við að styðja við þau í þessum gjörningi og á sinni vegferð.“ Að lokum sagðist Magnús Geir gríðarlega ánægður með íslenska hópinn, bæði Hatara og starfsmenn RÚV sem að atriðinu komu. Hópurinn hafi verið sjálfum sér samkvæmur í sínum skoðunum og samanstandi af listafólki á heimsmælikvarða. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. 18. maí 2019 11:00 Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Sérfræðingarnir gera upp Eurovision: Hefur líklega engar afleiðingar Hatari hafnaði í 10.sæti í Eurovision 2019 sem haldin var í Tel Aviv og vakti atriðið gríðarlega mikla athygli um alla Evrópu síðustu viku. 19. maí 2019 10:00 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir uppákomuna sem varð þegar Íslandi voru veitt stig í Eurovision í gær, þar sem liðsmenn Hatara héldu uppi klútum með palestínska fánanum, ekki hafa komið sér mikið á óvart. Hann hafi þó ekki vitað að slíkt stæði til. Hann segist ekki telja líklegt að Eurovision refsi Íslandi vegna málsins. Uppákoman olli nokkru fjaðrafoki og hefur BBC eftir skipuleggjendum keppninnar að farið verði yfir atvikið á fundu framkvæmdastjórnar og Íslandi kunni að vera refsað sökum þess. Þá hafa netverjar farið mikinn vegna athæfis Hatara, þar sem sumir lýsa hrifningu sinni á meðan öðrum þykir vægast sagt lítið til uppátækisins koma. „Ég vissi ekki af því að þetta stæði til, frekar en aðrir. Ég get hins vega ekki sagt að þetta komi mér algjörlega á óvart. Hatari hefur auðvitað ekki legið á sínum skoðunum og við vitum að þau hafa verið undir mikilli pressu að lýsa því á einhvern hátt,“ segir Magnús. Hann bætir því við að þó að athæfi Hatara hafi ekki verið í takt við reglur Eurovision breyti það engu um þá staðreynd að hann sé gríðarlega stoltur af öllum sem að atriðinu komu, og framgöngu þeirra á sviðinu, sem og utan þess. „Þau settu mikilvæg mál á dagskrá og voru sjálfum sér samkvæm.“Hefur ekki heyrt frá Eurovision og telur litlar líkur á refsingu Magnús Geir segir að ekki hafi verið haft samband við hann af hálfu Eurovision eða skipuleggjenda hennar vegna málsins. Hann sé rólegur vegna málsins og búist ekki við því að Íslandi verði refsað vegna atviksins, eins og sumir hafa velt upp. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði gerð athugasemd við þetta, en ég er bara pollrólegur yfir þessu.“ Hann segir Íslendinga hafa valið sér afgerandi framlag til keppninnar í ár og segist afar ánægður með valið. „Þetta er listrænn gjörningur og það er eðli listarinnar að hreyfa við og spyrja áleitinna spurninga og það gerðu Hatarar þetta árið með fullum stuðningi okkar allra sem völdum lagið. Síðan höfum við á RÚV kappkostað við að styðja við þau í þessum gjörningi og á sinni vegferð.“ Að lokum sagðist Magnús Geir gríðarlega ánægður með íslenska hópinn, bæði Hatara og starfsmenn RÚV sem að atriðinu komu. Hópurinn hafi verið sjálfum sér samkvæmur í sínum skoðunum og samanstandi af listafólki á heimsmælikvarða.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. 18. maí 2019 11:00 Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Sérfræðingarnir gera upp Eurovision: Hefur líklega engar afleiðingar Hatari hafnaði í 10.sæti í Eurovision 2019 sem haldin var í Tel Aviv og vakti atriðið gríðarlega mikla athygli um alla Evrópu síðustu viku. 19. maí 2019 10:00 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. 18. maí 2019 11:00
Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Sérfræðingarnir gera upp Eurovision: Hefur líklega engar afleiðingar Hatari hafnaði í 10.sæti í Eurovision 2019 sem haldin var í Tel Aviv og vakti atriðið gríðarlega mikla athygli um alla Evrópu síðustu viku. 19. maí 2019 10:00
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42
Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15
Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15
Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36