Lífið

Sérfræðingarnir gera upp Eurovision: Hefur líklega engar afleiðingar

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Laufey Helga og Ísak hafa fylgst með keppninni í áraraðir.
Laufey Helga og Ísak hafa fylgst með keppninni í áraraðir.

Hatari hafnaði í 10.sæti í Eurovision 2019 sem haldin var í Tel Aviv og vakti atriðið gríðarlega mikla athygli um alla Evrópu síðustu viku.

Það náði líklega hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn Hatara veifuðu palestínskum fánum í græna herberginu í Expo-Höllinni.

Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Dimitris Pálmason frá FÁSES eru síðustu gestir Júrógarðsins og gerðu þau keppnina upp í gærkvöldi, aðeins nokkrum mínútum eftir að henni lauk.

Þau voru mjög ánægð með árangur íslenska hópsins og eru sammála um að 10.sæti sé stórgóður árangur.

Einnig var fánaatriðið rætt ítarlega og telja sérfræðingarnir að það eigi ekki eftir að hafa mikla afleiðingar. Þarna var ekki hægt að reka þau úr keppni og hafi því verið gert á taktískum og fínum tímapunkti.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis var með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv síðustu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sá um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.