Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 00:36 Dansarar Hatara þau Ástrós Guðjónsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sólbjört Sigurðardóttir. Vísir/Kolbeinn Tumi Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina. Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina.
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira