Íslenski boltinn

Ólafur: Unnum Val með okkar þrjá landsliðsmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur er kominn með sína menn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Ólafur er kominn með sína menn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. vísir/bára
„Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Bikarinn gengur út á það að slá andstæðinginn út og komast áfram. Það var geggjað að fá Val í 32-liða úrslitum og það er frábært að vera komnir áfram eftir góða frammistöðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigur hans manna, 1-2, á Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

FH-ingar voru mun betri í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum, eitthvað sem Ólafur var ánægður með.

„Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við spiluðum virkilega vel, vorum rólegir með boltann og stjórnuðum hraðanum,“ sagði þjálfarinn.

„Valsararnir trufluðu okkur eðlilega aðeins í seinni hálfleik en annað markið var sætt og það sýnir karakter að landa þessu. Ég var ekki hræddur í seinni hálfleik. Þetta voru háir boltar sem við réðum vel við.“

Í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna skaut Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, aðeins á sitt gamla lið og talaði um færeysku landsliðsmennina þrjá í herbúðum þess.

„Við spiluðum við nýliða HK og unnum þá 2-0. Þeir veittu okkur verðuga samkeppni. Við spilum við Val með okkar þrjá landsliðsmenn og vinnum þá. Ég er sáttur með það. Nú er bara að ná hópnum saman og vera klárir fyrir næsta deildarleik,“ sagði Ólafur að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×