Enski boltinn

Manchester City og Liverpool gætu þurft að mætast í hreinum úrslitaleik um titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Manchester City og Liverpool í janúar.
Frá leik Manchester City og Liverpool í janúar. Getty/Shaun Botterill
Tvær umferðir eru eftir að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og það munar bara einu stigi á efstu tveimur liðunum sem eru eins og allir vita Manchester City og Liverpool.

Það má búast við mikilli spennu síðustu 180 mínútur tímabilsins en núna er staðan þannig að Manchester City þarf ekki að treysta á neinn annan en sjálfan sig í lokaumferðunum og verður enskur meistari annað árið í röð vinni liðið báða leikina sem það á eftir.





Liverpool-liðið er bæði einu stigi á eftir Manchester City en líka með lakari markatölu. Það er því ekki nóg fyrir Liverpool liðið að ná City að stigum. Liverpool menn þurfa líka mögulega að vinna upp markatöluna.

Það er magnað að bæði liðinu séu komin yfir 90 stigin sem nánast dugar alltaf til þess að vinna enska meistaratitilinn. Enn magnaðra væri ef mótið væri ekki búið þegar það er búið.

Það er enn smá möguleiki á að það þurfti aukaleik um titilinn en það yrði niðurstaðan ef liðin verða með jafnmörg stig, sömu markatölu og sama markafjölda.



Hér fyrir neðan má sjá þau úrslit í síðustu tveimur umferðunum sem myndu kalla á hreinan úrslitaleik um enska meistaratitilinn í ár. BBC tók þetta saman.

1)

Liverpool vinnur 5-0 og tapar 2-1 á meðan Man. City gerir markalaust jafntefli í báðum leikjum

2)

Liverpool vinnur 4-0 og gerir 3-3 jafntefli en Man. City vinnur 1-0 og tapar 1-0

3)

Liverpool gerir 3-3 jafntefli í báðum leikjum og Man. City gerir 0-0 jafntefli og tapar 4-0

4)

Liverpool gerir 3-3 jafntefli og tapar 4-3 en Man. City tapar 3-0 og 2-0



Á þessu má sjá að þetta snýst um það að Liverpool þarf vinna upp eitt stig og fjögur mörk á Manchester City auk þess að skora sex mörkum meira en City-liðið svo að liðin verði alveg jöfn í efsta sætinu.

Manchester City á eftir heimaleik á móti Leicester City á mánudaginn og svo útileik á móti Brighton sunnudaginn 12. maí.

Liverpool mætir Newcastle á útivelli á morgun og fær síðan Wolves í heimsókn sunnudaginn 12. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×