Stuðningsmenn Liverpool ósáttir með Lineker en hann biðst ekki afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 10:30 Gary Lineker og markið hjá Lionel Messi. Vísir/Samsett/Getty Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira