Íslenski boltinn

Kópavogsslagur í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thomas Mikkelsen skorar úr víti í úrslitaleiknum í fyrra.
Thomas Mikkelsen skorar úr víti í úrslitaleiknum í fyrra. vísir/bára

Kópavogsliðin Breiðablik og HK drógust saman í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Liðin mætast einmitt í Pepsi Max-deildinni á morgun klukkan 16.00.

Hinn Pepsi Max-slagurinn verður á milli Víkings og KA en Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, dró KA upp úr hattinum en hann er ættaður þaðan og hóf sinn knattspyrnuferil með KA-mönnum.

KR-ingar fara norður og mæta Völsungi og svo verður Suðurnesjaslagur þar sem að Keflavík mætir Njarðvík.

Leikirnir fara fram 29. og 30. maí.

Drátturinn í 16 liða úrslitin:
Víkingur - KA
Grindavík - Vestri
ÍBV - Fjölnir
FH - ÍA
Keflavík - Njarðvík
Þróttur - Fylkir
Völsungur - KR
Breiðablik - HK


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.