Erlent

Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim var hnarreistur þegar hann fylgdist með eldflaugarskotinu.
Kim var hnarreistur þegar hann fylgdist með eldflaugarskotinu. Vísir/EPA
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa fylgst persónulega með tilraunum á nýrri tegund stýriflaugar í dag. Eldflaugatilraunin er sú fyrsta frá því að Kim fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Víetnam í febrúar.

Ríkisfréttastofu Norður-Kóreu sagði að nýja stýriflaugin myndi auka „stríðskrafta“ hers landsins, að sögn Washington Post. Sérfræðingar telji að miðað við lýsingarnar á nýju stýriflauginni sé hún líklega ekki langdræg.

Reuters-fréttastofan segir að gervihnattamyndir sem teknar voru í síðustu viku hafi sýnt hreyfingar í aðalkjarnorkustöð Norður-Kóreu í Jongbjon sem gæti tengst vinnslu á geislavirku efni í sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×