Enski boltinn

Welbeck yfirgefur Arsenal í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Welbeck skoraði 32 mörk í 126 leikjum fyrir Arsenal.
Welbeck skoraði 32 mörk í 126 leikjum fyrir Arsenal. vísir/getty
Danny Welbeck yfirgefur Arsenal þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Greint var frá þessu eftir 1-1 jafntefli Arsenal og Brighton á Emirates í dag. Þetta var síðasti heimaleikur Arsenal á tímabilinu.

Welbeck var heiðraður eftir leikinn í dag ásamt Aaron Ramsey, sem er á förum til Juventus, og Petr Cech, sem leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.

Welbeck kom til Arsenal frá Manchester United 2014. Hann hefur aðeins leikið 14 leiki á þessu tímabili og ekkert síðan í nóvember eftir að hann ökklabrotnaði í leik gegn Sporting í Evrópudeildinni.

Framherjinn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og spilaði aðeins 126 leiki með Arsenal á fimm tímabilum. Hann skoraði 32 mörk fyrir félagið. 

Welbeck, sem hefur skorað 16 mörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið, varð bikarmeistari með Arsenal 2017.

Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á nánast enga möguleika á að ná 4. sætinu. Liðið getur þó tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili með því að vinna Evrópudeildina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×