Erlent

Meghan og Harry eignuðust dreng

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum.
Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum. Getty/Karwai Tang
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi.Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga.Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins.

 

Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.

Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin.Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag.
Tengdar fréttir

Talið að barnið sé þegar fætt

Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.