Klopp ræddi Messi: Af hverju gerðir þú þetta? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:30 Jürgen Klopp og Lionel Messi eftir fyrri leikinn. Getty/Andrew Powell Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira