Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:08 Mjaldurinn Simjon, sem kannski heitir nú Hvaldimir, smellir kossi á fyrrum skjólstæðing sinn. Mynd/Skjáskot Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30