Harry Kane vonast til að ná úrslitaleiknum á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:00 Harry Kane fagnar sigri Tottenham í gær og var ekkert mikið að hlífa ökklanum. Getty/Charlotte Wilson Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira