Enski boltinn

Norwich skrefi nær úrvalsdeildinni eftir jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norwich fagnar í dag.
Norwich fagnar í dag. vísir/getty

Norwich er skrefi nær ensku úrvalsdeildinni eftir 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Í tvígang komst Norwich yfir. Onel Hernandez kom þeim yfir í fyrri hálfleik og Teemu Pukki í þeim síðari en í bæði skiptin náði Stoke að jafna.

Norwich er nú með 88 stig á toppi deildarinnar, Sheffield United er í öðru sætinu með 85 stig eftir 3-0 sigur á Hull og Leeds er með 82 stig. Leeds spilar gegn Brentford síðar í dag.

Fyrrum samherjar Harðar Magnússonar í Bristol töpuðu mikilvægum stigum gegn Sheffield Wednesday en bristol er í baráttunni við Middlesbrough um sæti í umspilinu.

Öll úrslit dagsins:
Aston Villa - Millwall 1-0
Blackburn - Bolton 2-0
Derby - QPR 0-0
Hull - Sheffield 0-3
Ipswich - Swansea 0-1
Nottingham Forest - Middlesbrough 3-0
Reading - WBA 0-0
Rotherham - Birmingham 1-3
Sheffield Wednesday - Bristol 2-0
Stoke - Norwich 2-2
Wigan - Preston 2-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.