Erlent

Nýi írski lýð­veldis­herinn tekur á­byrgð á drápinu á Lyru McKee

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lyra McKee var aðeins 29 ára þegar hún lést.
Lyra McKee var aðeins 29 ára þegar hún lést. vísir/getty

Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry.

McKee var 29 gömul og lát hennar hefur vakið mikla reiði meðal almennings á Norður-Írlandi.

Í yfirlýsingu sem Nýi írski lýðveldisherinn sendi frá sér eru aðstandendur McKee beðnir innilegrar afsökunar á því að hún hafi látið lífið.

Um slysaskot hafi verið að ræða en byssumaðurinn hafi ætlað að skjóta að lögreglumönnum sem tókust á við mótmælendur í óeirðunum.
Þá kenna samtökin lögreglu um að hafa ögrað mótmælendum á staðnum til að efna til óeirðanna sem á eftir komu.

Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 og samanstendur af meðlimum írska lýðveldishersins sem ekki voru sáttir við friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi á sínum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.