Erlent

Fyrsta bóluefnið gegn malaríu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Moskítóflugur bera malaríu.
Moskítóflugur bera malaríu.

Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Áður hafa smærri prófanir leitt í ljós að bóluefnið hefur náð að vernda um fjörutíu prósent þeirra fimm til sautján mánaða gömlu barna, sem bólusett voru, gegn malaríu.

„Þetta markar kaflaskil í ónæmismeðferðum, baráttunni gegn malaríu og fyrir lýðheilsu,“ sagði Kate O’Brien, bóluefnastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), um prófanirnar.

Stefnt er að því að bólusetja 120.000 börn undir tveggja ára aldri við malaríu í Malaví. Þá er einnig stefnt á að hefja sams konar prófanir í Gana og Keníu á næstu vikum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.