Erlent

Fyrsta bóluefnið gegn malaríu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Moskítóflugur bera malaríu.
Moskítóflugur bera malaríu.
Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Áður hafa smærri prófanir leitt í ljós að bóluefnið hefur náð að vernda um fjörutíu prósent þeirra fimm til sautján mánaða gömlu barna, sem bólusett voru, gegn malaríu.

„Þetta markar kaflaskil í ónæmismeðferðum, baráttunni gegn malaríu og fyrir lýðheilsu,“ sagði Kate O’Brien, bóluefnastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), um prófanirnar.

Stefnt er að því að bólusetja 120.000 börn undir tveggja ára aldri við malaríu í Malaví. Þá er einnig stefnt á að hefja sams konar prófanir í Gana og Keníu á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×