Íslenski boltinn

Davíð Snorri búinn að velja EM-hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni.
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni. mynd/ksí

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í lokakeppni EM 2019 á Írlandi í næsta mánuði.

Hópurinn telur 20 leikmenn, þar af þrjá markverði.

Af 20 leikmönnum í hópnum eru átta á mála hjá erlendum félögum.


Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi.

Fyrsti leikurinn er gegn Rússum laugardaginn 4. maí klukkan 13:00. Þriðjudaginn 7. maí mæta íslensku strákarnir Ungverjum og föstudaginn 10. maí mæta þeir Portúgölum í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Dublin en sá þriðji í Longford.

Tvö efstu liðin úr riðlunum fjórum komast í 8-liða úrslit sem verða leikin 12. og 13. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.