Íslenski boltinn

Málfríður hætt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Málfríður lék 33 A-landsleiki.
Málfríður lék 33 A-landsleiki. vísir/vilhelm

Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna fjölskylduástæðna. Þetta staðfesti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Málfríður lék allan sinn feril með Val ef frá eru talin tvö ár í Breiðabliki. Hún vann fjölda titla með báðum liðum og lék alls 234 leiki í efstu deild.

Á síðasta tímabili lék Málfríður alla 18 leiki Vals í Pepsi-deildinni og skoraði tvö mörk.

Málfríður lék 33 A-landsleiki fyrir Ísland og var í íslenska hópnum sem fór á EM 2017.

Valur tekur á móti Þór/KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna föstudaginn 3. maí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.