Erlent

Maður skotinn til bana í Finnmörk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan er með málið til rannsóknar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Lögreglan er með málið til rannsóknar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Tjon Eeg/EPA
Fertugur karlmaður var skotinn til bana í Mehamn í Finnmörk í Norður-Noregi í nótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þar í landi. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins.

Maðurinn fannst alvarlega slasaður í íbúðarhúsi í Mehamn eftir að lögreglu barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn laust fyrir klukkan hálf sex í morgun.

„Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hann úrskurðaður látinn,“ segir í fréttatilkynningu lögreglunnar í Mehamn um málið.

Samkvæmt lögreglunni tengdust hinn látni og hinn grunaði, en lögreglan vildi ekki útlista nánar hvers eðlis samband þeirra var.

Klukkan sex í morgun var tilkynnt um yfirgefinn bíl í skurði nálægt Gamvik, um 15 kílómetra frá Mehamn. Lögreglan segist telja bílinn tengjast málinu.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem segir að búið sé að tryggja vettvang glæpsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×