Íslenski boltinn

Geta stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum: „Frekar vandræði fyrir leikmennina en Val“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð.
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð. vísir/bára
Leikmannahópur Íslandsmeistara Vals er vel mannaður, svo vel að þjálfarinn Ólafur Jóhannesson getur stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum.Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, segir að það gæti reynst erfitt fyrir leikmenn að sætta sig sín hlutverk í sumar.„Þetta er spurning sem leikmaðurinn veltir fyrir sér; viltu vera toppleikmaður í toppliði, spila ekkert svakalega mikið en eiga möguleika á að landa stórum titli. Eða viltu fara í lið þar sem vægi þitt og hlutverk er stærra en liðið ekki jafn gott,“ sagði Reynir í Sportpakkanum í gær.„Ég held að þetta séu ekkert sérstök vandræði fyrir Valsmenn, frekar fyrir leikmennina. Þjálfarar Vals eru ekkert feimnir við að velja sitt besta lið og standa algjörlega fastir á því. Ég held að þetta snúist meira um það hvernig leikmennirnir horfa á þetta og sitt hlutverk.“Valur tekur á móti Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar föstudaginn 26. apríl.

Lið 1 hjá Val.grafík/gvendur
Lið 2 hjá Val.grafík/gvendurTengdar fréttir

Hannes orðinn leikmaður Vals

Maðurinn sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í fyrra er kominn í Pepsi Max-deildina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.