Íslenski boltinn

Geta stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum: „Frekar vandræði fyrir leikmennina en Val“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð.
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð. vísir/bára

Leikmannahópur Íslandsmeistara Vals er vel mannaður, svo vel að þjálfarinn Ólafur Jóhannesson getur stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum.

Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, segir að það gæti reynst erfitt fyrir leikmenn að sætta sig sín hlutverk í sumar.

„Þetta er spurning sem leikmaðurinn veltir fyrir sér; viltu vera toppleikmaður í toppliði, spila ekkert svakalega mikið en eiga möguleika á að landa stórum titli. Eða viltu fara í lið þar sem vægi þitt og hlutverk er stærra en liðið ekki jafn gott,“ sagði Reynir í Sportpakkanum í gær.

„Ég held að þetta séu ekkert sérstök vandræði fyrir Valsmenn, frekar fyrir leikmennina. Þjálfarar Vals eru ekkert feimnir við að velja sitt besta lið og standa algjörlega fastir á því. Ég held að þetta snúist meira um það hvernig leikmennirnir horfa á þetta og sitt hlutverk.“

Valur tekur á móti Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar föstudaginn 26. apríl.

Lið 1 hjá Val. grafík/gvendur
Lið 2 hjá Val. grafík/gvendurTengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.