Notre Dame dómkirkjan brennur Andri Eysteinsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. apríl 2019 17:23 Svo virðist sem að mikill eldur logi. EPA/ Ian Langsdon Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira