Erlent

Listaverkasafni Notre Dame bjargað

Andri Eysteinsson skrifar
Turnspíra kirkjunnar varð eldinum að bráð en listaverkasafni kirkjunnar var bjargað.
Turnspíra kirkjunnar varð eldinum að bráð en listaverkasafni kirkjunnar var bjargað. Vísir/Getty
Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24.

Eldurinn kom upp skömmu eftir að kirkjunni var lokað fyrir almenningi klukkan 18:45 að frönskum tíma. Þak dómkirkjunnar hefur fallið saman og mátti sjá á myndböndum eina turnspíru kirkjunnar falla. Einnig brann viðargrind kirkjunnar sem reist var á miðöldum.

Mikill fjöldi listaverka voru geymd í kirkjunni, aðgerðir við að bjarga listaverkum voru tafarlaust hafnar á meðan unnið var að því að slökkva eldinn í þaki kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×