Enski boltinn

Meiðlslahrjáður síðustu ár en reiknar með því að fá nýjan samning hjá meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany spilaði um helgina.
Kompany spilaði um helgina. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester United, reiknar með því að vera áfram hjá félaginu á næsta tímabili en samningur hans við City rennur út í sumar.

Núverandi samningur þessa 33 33 ára gamla varnarmanns rennur út í júnímánuði en hann er sannfærður um að hann og félagið geti fundið flöt fyrir nýjum samningi.

„Ég mun spila á næstu leiktíð. Allar aðrar sögusagnir eiga ekki rétt á sér núna. Ég er hluti af fjölskyldunni núna svo við munum takast við stöðuna eins og fjölskylda,“ sagði hann við Talk Sport.

Það kom á óvart er City greindi frá því að Kompany fengi heiðursleik í september og flestir héldu þá að Kompany yrði ekki lengur hjá félaginu. Hann er á sínu tíunda tímabili hjá félaginu.

„Við verðum kannski sammála eða ósammála en það mun ekki breyta sambandi mínu og félagsins. Það er þó ekki það sem skiptir mestu máli núna; númer eitt er að spila aftur og númer tvö er að vinna titla.“

„Mér líkar við samkeppnina í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og mér líkar að spila á móti og með leikmönnum af svona hám gæðum. Bakvið tjöldin held ég áfram að leggja hart að mér því þá get ég komið inn í leiki og notið þess að sinna mínu starfi fyrir liðið,“ sagi Kompany.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×