Enski boltinn

Meiðlslahrjáður síðustu ár en reiknar með því að fá nýjan samning hjá meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany spilaði um helgina.
Kompany spilaði um helgina. vísir/getty

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester United, reiknar með því að vera áfram hjá félaginu á næsta tímabili en samningur hans við City rennur út í sumar.

Núverandi samningur þessa 33 33 ára gamla varnarmanns rennur út í júnímánuði en hann er sannfærður um að hann og félagið geti fundið flöt fyrir nýjum samningi.

„Ég mun spila á næstu leiktíð. Allar aðrar sögusagnir eiga ekki rétt á sér núna. Ég er hluti af fjölskyldunni núna svo við munum takast við stöðuna eins og fjölskylda,“ sagði hann við Talk Sport.

Það kom á óvart er City greindi frá því að Kompany fengi heiðursleik í september og flestir héldu þá að Kompany yrði ekki lengur hjá félaginu. Hann er á sínu tíunda tímabili hjá félaginu.

„Við verðum kannski sammála eða ósammála en það mun ekki breyta sambandi mínu og félagsins. Það er þó ekki það sem skiptir mestu máli núna; númer eitt er að spila aftur og númer tvö er að vinna titla.“

„Mér líkar við samkeppnina í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og mér líkar að spila á móti og með leikmönnum af svona hám gæðum. Bakvið tjöldin held ég áfram að leggja hart að mér því þá get ég komið inn í leiki og notið þess að sinna mínu starfi fyrir liðið,“ sagi Kompany.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.