Enski boltinn

„Liverpool er besta lið í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool ferðaðist til Portúgal í gær.
Liverpool ferðaðist til Portúgal í gær. vísir/getty

Sergio Conceicao, stjóri Porto, er yfirsig hrifinn af spilamennsku Liverpool og segir þá hafa verið besta lið í fótboltaheiminum á þessari leiktíð.

Porto mætir Liverpool í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og er verk að vinna fyrir Sergio og lærisveina.

„Liverpool spilar fótbolta eins og ég hugsa um hann. Mér líkar vel við dínamíkina í liðinu og þeirra hugsun. Mér líkar vel við hvernig þeir spila með og án boltans. Þetta er svipað og ég sé fótboltann,“ sagði Sergio.

„Í mínum huga eru þeir besta liðið í heiminum. Það er erfitt að undirbúa þennan leik, ekki bara útaf því við erum 2-0 undir heldur einnig því Liverpool er með mjög sterka sóknarlínu.“

Flautað verður til leiks í Porto klukkan 19.00 í kvöld en upphitun Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.