Íslenski boltinn

Fyrrverandi samherji Dagnýjar ver mark Selfyssinga í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kelsey Wys og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, handsala samninginn.
Kelsey Wys og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, handsala samninginn. mynd/selfoss

Hin bandaríska Kelsey Wys mun verja mark Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Landa hennar, Caitlyn Clem, stóð á milli stanganna hjá Selfossi á síðasta tímabili. Hún samdi við Selfoss í vetur en meiddist í fyrsta leik í Lengjubikarnum og verður ekkert með í sumar.

Kelsey lék með Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu og fyrrverandi leikmanni Selfoss, í Florida State háskólanum á sínum tíma. Kelsey hefur leikið með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.

Kelsey, sem er 28 ára, kemur til Selfoss frá Washington Spirit í bandarísku kvennadeildinni. Hún hefur leikið með Washington frá 2015, að frátöldu tímabilinu 2016 þegar hún var lánuð til Newcastle Jets í Ástralíu.

Selfoss lenti í 6. sæti á síðasta tímabili. Liðið mætir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna fimmtudaginn 2. maí næstkomandi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.