Íslenski boltinn

Fyrrverandi samherji Dagnýjar ver mark Selfyssinga í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kelsey Wys og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, handsala samninginn.
Kelsey Wys og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, handsala samninginn. mynd/selfoss
Hin bandaríska Kelsey Wys mun verja mark Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.Landa hennar, Caitlyn Clem, stóð á milli stanganna hjá Selfossi á síðasta tímabili. Hún samdi við Selfoss í vetur en meiddist í fyrsta leik í Lengjubikarnum og verður ekkert með í sumar.Kelsey lék með Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu og fyrrverandi leikmanni Selfoss, í Florida State háskólanum á sínum tíma. Kelsey hefur leikið með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.Kelsey, sem er 28 ára, kemur til Selfoss frá Washington Spirit í bandarísku kvennadeildinni. Hún hefur leikið með Washington frá 2015, að frátöldu tímabilinu 2016 þegar hún var lánuð til Newcastle Jets í Ástralíu.Selfoss lenti í 6. sæti á síðasta tímabili. Liðið mætir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna fimmtudaginn 2. maí næstkomandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.